Bann við dýrahaldi í orlofshúsum félagsins.

 

 

Stjórn Félags tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna tók þá ákvörðun á stjórnarfundi í maí s.l. að banna algjörlega að vera með húsdýr í orlofshúsum  félagsins bæði í Húsafelli og á Akureyri.  Þessi regla tekur gild 1. september 2021.

 

 

Umsóknir um orlfoshús sumar 2021.

 

 

Nú er komið að því að mega sækja um orlofshús félagsins í Húsafelli og á Akureyri fyrir sumarið 2021.  Sumartímabilið eru júní – júlí og ágúst.  Sótt er um eina viku í senn frá föstudegi – föstudags.  Vikuleiga kostar kr. 36.000.- yfir sumartímann.  Hægt er að sækja um á heimasíðu félagsins www.ftat.is eða senda tölvupóst á ftat@ftat.is  Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma: 571-0585.

Umsókartmabilið er frá 9. mars 2021 – 29. mars 2021.  Þann 12. apríl mun svo liggja fyrir hverjir fá úthlutað

.

Launahækkanir FTAT

Launahækkanir samkvæmt gildandi kjarasamningi FTAT og TFÍ verða næst 1. apríl 2021.  Þá hækka launin um kr. 20.000.- fyrir 100% starf.

Umsóknir um orlofshús páskar 2021.

 

Nú er rétti tíminn til að sækja um að komast í orlofshús félagsins á Akureyri og í Húsafelli um páskana.  Páskarnir sjálfir eru núna frá 1.-5. apríl 2021.  Hægt er að sækja um helgina á undan s.s. Pálmasunnudag sem er helgin 26.-28. mars 2021. Helgin kostar kr. 19.500.- en Páskarnir sjálfir kr. 33.000.-  Umsóknartímabilið er  vikan frá 25. janúar til og með 1. febrúar 2021.  Hægt er sækja um á heimasíðu félagsin www.ftat.is , senda tölvupóst á ftat@ftat.is eða hringja í skrifstofuna í síma: 571-0585

Jólakveðja

Kæru félagsmenn FTAT.

                                                             

Sendum ykkur öllum hugheilar jóla-og áramótakveðjur með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.  Megi nýtt ár 2021 færa ykkur heill og hamingju.

                                                                         

Sigurbjörg Sandra Súsönnudóttir Forberg

formaður

 

Kristín Hraundal

skrifstofustjóri

Aðalfundur FTAT.

Aðalfundur Félags tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna verður haldin á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 26. ágúst 2020 kl. 18:30.  Skráning fer fram á skrifstofu félagsins til mánudagsins 24. ágúst 2020.  Andlitsmaskar og handspritt verður á staðnum fyrir þá sem vilja.  Vegna Covid-19 biðjum við alla sem mæta til fundarins og virða eigin fjarlægðarmörk og huga að eigin sóttvörnum.  Gestur fundarins verður Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari.