Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa FTAT verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15.júlí – 15.ágúst 2024

Skrifstofan opnar aftur mánudaginn,19.ágúst kl.9:00

Viljum minna á að FTAT er með Facebook síðu “FTAT”

Við hvetjum félagsmenn til að sækja um aðgang að henni.

Ef breyting verður á netföngum félagsmanna, er gott að láta vita á skrifstofu FTAT svo að hægt sé að breyta þeim og halda félagsmönnum upplýstum um allt það helsta sem er á döfinni.

Það er hægt að senda póst í gegnum heimasíðu FTAT – m.a um ný eða breytt netföng.

Óskum ykkur öllum ánægjulegra sumardaga.