Vestursíða 8a – Akureyri

Calendar is loading...
-
Laust
 
-
Upptekið
 
-
Frátekið (óstaðfest)

Orlofsíbúðin á Akureyri er að Vestursíðu 8a. Íbúðin er 3ja herbergja með öllum þægindum, tvö svefnherbergi, hjónarúm í öðru, tvö rúm í barnaherbergi. Sófanum í stofunni er hægt að breyta í tvíbreytt rúm.  Að auki er barnstóll, barnarúm og gestarúm (samanbrotið).  Íbúðin er búin öllum þeim tækjum og búnaði sem völ er á s.s. uppþvottavél, örbylgjuofni, þvottavél og þurrkara. Eldhúsáhöld og sængurbúnaður er miðaður við 6-8 manns. Sjónvarp og Netflix ásamt fleiri stöðvum.  Internet og frítt WIFI. Lokuð verönd með húsgögnum og gasgrilli.

Lyklar af íbúð eru í lyklaboxi, lyklum er svo skilað til Securitas Akureyri að Tryggvabraut 10 að dvalartíma loknum. Þar er opið allan sólahringinn. Umsjón með íbúðinni hefur Securitas og er síminn þar 460-6261.

Komutími vegna vikuleigu er eftir kl 16:00 á föstudegi brottför fyrir kl 13:00 viku seinna.  Helgarleiga, komutími eftir kl 16:00 á föstudegi brottför sunnudagskvöld/brottfarakvöld fyrir kl.19

  • Vikuleiga kr. 36.000,- helgarleiga kr. 19.500,-
  • Vikuleiga frá september til maí kr. 33.000,- Aukanótt-dagur kr. 5.500,-

Leigutaka ber að vera á staðnum umsamið tímabil og óheimilt er að framselja leigutímabil.

Við minnum á að dýrahald er ekki leyfilegt í orlofshúsum félagins

Félagsmenn!  Gangið vel um og munið að þetta er ykkar eign.

Sendið okkur tölvupóst á netfangið ftat@ftat til að panta orlofshús.

Vinsamlegast leggið inn á reikn: 515-26-633570, kt: 680180-0679 og sendið staðfestingu frá banka á netfang: ftat@ftat.is og mun leigusamningur verða sendur með upplýsingum til baka.