Aðalfundur Félags tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna verður haldin á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 26. ágúst 2020 kl. 18:30. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins til mánudagsins 24. ágúst 2020. Andlitsmaskar og handspritt verður á staðnum fyrir þá sem vilja. Vegna Covid-19 biðjum við alla sem mæta til fundarins og virða eigin fjarlægðarmörk og huga að eigin sóttvörnum. Gestur fundarins verður Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari.

Nú er rétti tíminn til að sækja um að komast í orlofshús félagsins á Akureyri og í Húsafelli um páskana.  Páskarnir sjálfir eru núna frá 1.-5. apríl 2021.  Hægt er að sækja um helgina á undan s.s. Pálmasunnudag sem er helgin 26.-28. mars 2021. Helgin kostar kr. 19.500.- en Páskarnir sjálfir kr. 33.000.-  Umsóknartímabilið er  vikan frá 25. janúar til og með 1. febrúar 2021.  Hægt er sækja um á heimasíðu félagsin www.ftat.is , senda tölvupóst á ftat@ftat.is eða hringja í skrifstofuna í síma: 571-0585