Opnað hefur verið fyrir móttöku umsókna um orlofshús/íbúð félagsins fyrir sumarið 2024.
Móttaka umsókna er opin frá 7.mars til og með 19.mars 2024.
Úthlutun tímabila mun liggja fyrir 21.mars 2024 og verður tilkynnt félagsmönnum með tölvupósti.
Orlofshúsin eru tvö, orlofshús í Húsafelli og íbúð á Akureyri.
Sumartímabilið er júní, júlí, ágúst og sótt er um eina viku í senn, frá föstudegi til föstudags.
Vikudvölin kostar kr.36.000,-
Hægt er að sækja um á nýrri og endurbættri heimasíðu félagsins www.ftat.is eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið: ftat@ftat.is
Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 571-0585