Orlofshús

Umsókn um orlofshús og íbúðir

Orlofshúsið er í Húsafelli, þrjú svefnherbergi með rúmum fyrir sex manns ásamt sex dínum á svefnlofti. Sængur og koddar miðaður við það. Barnarúm samanbrotið.

Húsið er fullbúið með þeim heimilistækjum sem vera ber, ásamt heitum potti og gasgrilli. Húsbúnaður miðaður við 10 manns. Húsið stendur við Stuttárbotna 4.

Komutími er eftir kl 16:00 á föstudegi brottför fyrir kl 14:00 föstudaginn eftir ef um vikuleigu er að ræða annars á sunnudagskvöldi.

Vikuleiga  er kr. 36.000.-  helgarleiga kr. 19.500.-  Vikuleiga frá september til maí kr. 33.000.-  Aukanótt-dagur kr. 5.500.-

Orlofsíbúð á Akureyri er  að Vestursíðu 8a.3 herb íbúð með öllum þægindum tvö svefniherbergi, hjónarúm í öðru tvö rúm í barnaherbergi. Stofusófa er hægt að breyta í tvíbreytt rúm.  Að auki er barnarúm og gestarúm (samanbrotið).  Íbúðin er búin öllum þeim tækjum og búnaði sem völ er s.s.uppþvottavél örbylgjuofni, þvottavél og þurkara. Eldhúsáhöld og sængurbúnaður er miðaður 6-8 manns. Sjónvarp og Netflix ásamt fleiri stöðvum.  Intrenet og frítt WIFI. Lokuð verönd með húsgögnum og gasgrilli.

Lyklar af íbúð er afhent hjá Securitas Akureyri að Tryggvabraut 10 og skilað á sama stað.Þar er opið allan sólahringinn. Umsjón með íbúðinni hefur Securitas sími 460-6261

Komutími vegna vikuleigu er eftir kl 16:00 á föstudegi brottför fyrir kl 13:00 viku seinna.                  Helgarleiga, komutími eftir kl 16:00 á föstudegi brottför sunnudagskvöld.

Vikuleiga kr. 36.000.- helgarleiga kr. 19.500.-

Vikuleiga frá september til maí kr.33.000.- Aukanótt-dagur kr. 5.500.-

Félagsmenn!  gangið vel um og munið að þetta er ykkar eign.

  • Við minnum á að dýrahald er ekki leyfilegt í orlofshúsum félagins

Vinsamlegast leggið inn á reikn: 515-26-633570, kt: 680180-0679 og sendið staðfestingu frá banka á netfang: ftat@ftat.is mun leigusamningur verða sendur með upplýsingum til baka.

Vinsamlegast fyllið út formið fyrir neðan og tilgreinið hvort þið sækið um íbúð eða sumarhús.