Laus störf

 

Tanntæknir eða aðstoðarmanneskja tannlæknis

Tannlæknastofa Ægis, Borgartúni 29, óskar eftir öflugum starfskrafti í framtíðarstarf.

Þægilegur vinnutími, fjölbreytni og jákvætt andrúmsloft einkenna starfið. Um er að ræða 60 – 100% starf, eftir samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoð við tannlæknastól

Símsvörun

Sótthreinsun

Móttaka sjúklinga og afgreiðsla

Umsjón með vörupöntunum og samskiptum við birgja

Umsóknir sendist á netfangið:    aegir.tannsi@gmail.com

 

 

Tanntæknir eða aðstoðarmaður óskast.

Tanntæknir eða aðstoðarmaður tannlæknis óskast  í 70-90 % starf á tannlæknastofu í Hafnarfirði.

Í teyminu starfa 3 tannlæknar, þar af einn barnatannlæknir og 3 tanntæknar.

Á stofunni eru annars 7 tannlæknar.

Senda má umsóknir/fyrirspurnir á barnatannsi@mail.com.

Hlökkum til að heyra frá þér.

 

Ósk Þórðardóttir, tannlæknir

Borgartúni 29, 105 Reykjavík.

Óskar eftir tanntækni, aðstoðarmanni tannlæknis eða einstaklingi með starfsreynslu úr heilbrigðiskerfinu.

Um er að ræða 80-100% stöðu og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfið felst meðal annars í aðstoð við tannlæknastólinn, sótthreinsun, þrifum, röntgenmyndatökum, innkaupum, almennri afgreiðslu og símsvörun.

Við leitum eftir stundvísum og dagfarsprúðum einstaklingi með tölvuþekkingu sem er íslenskumælandi og með vald á ensku.

Stofan er með sameiginlega biðstofu með tveimur öðrum stofum.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á osktannl@simnet.is

 

 

Tannsetrið óskar eftir metnaðarfullum tanntækni / aðstoðarmanni tannlæknis í framtíðarstarf frá og með lok ágúst / byrjun september, eða eftir samkomulagi.
2 stöðugildi í boði, annars vegar 100% starf, og hinsvegar 50-75% starf, eftir samkomulagi.
Sveigjanlegur vinnutími, og liðlegheit.

Mjög spennandi starf í boði, þar sem tækifæri gefst til að taka þátt í mótun Tannsetursins.
Tannsetrið er ný stofa, í mikilli uppbyggingu, sem stækkar með hverjum deginum, en á hálfu ári hefur sjúklingahópur stækkað úr 200 í 2.000 sjúklinga.
Allar helstu tækninýjungar eru á stofunni, og er rík áhersla lögð á að bjóða upp á hágæða nútíma tannlæknaþjónustu.

Tannsetrið er leiðandi á NOONA tímabókunar appinu, en einnig höldum við úti neyðarvaktinni TANNHJÁLP, ásamt ýmsum öðrum mikilvægum þjónustum sem nánar er kynnt í starfsviðtali.

Tannlæknar hjá Tannsetrinu eru 3, á jafn mörgum aðgerðarstólum.
Aðstoðarmenn verða einnig 3, og skipta á milli sín aðstoð við stól og sótthreinsun annars vegar, og móttöku og afgreiðslu hinsvegar. Nánar um það í starfsviðtali.

Skemmtilegur vinnustaður á 4.hæð í Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi.

Helstu verkefni:
– Símsvörun og svörun tölvupósta
– Móttaka sjúklinga
– Afgreiðsla sjúklinga
– Samskipti við birgja og vörupöntun
– Þrif og sótthreinsun
– Aðstoð við stól
– Almenn skrifstofustörf
– Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:
– Skjót og sjálfstæð vinnubrögð
– Frumkvæði í starfi
– Almenn tölvuþekking
– Góðir samskiptahæfileikar
– Rík þjónustulund
– Vandvirkni
– Auðvelt með að tileinka sér nýja hluti
– Geta unnið undir álagi

Áhugasamir sendið erindi á marteinn@tannsetrid.isfyrir 15.júlí.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

 

 

TANNLÆKNASTOFA HAFNARFIRÐI

Tannlæknastofa í Hafnarfirði óskar eftir tanntækni í hlutastarf. Starfshlutfall eftir samkomulagi.

Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera fær á tölvur og vera tilbúin í sveigjanlegan vinnutíma.

Áhugasamir geta haft samband með því að senda email á hjalti@ths.is

 

 

Margrét Helgadóttir Tannlæknir

Trönuhrauni 1,  Hafnarfjörður

Óskar eftir tanntækni/aðstoðarmanni tannlæknis í hlutastarf.

Upplýsingar í síma 565-1399/896-1913

 

 

Tannlind 

Bæjarlind 12 Kópavogi

Óskar eftir tanntækni/aðstoðarmanni tannlæknis til afleysingar í nokkrar vikur í júní og júlí í sumar.

Umsóknir og nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á:  tannlaeknar@tannlind.is

 

Tanntæknir/aðstoðarmaður óskast í 100% starf á Tannlæknastofu í Reykjavík.

Um er að ræða framtíðarstarf, sem felst í: aðstoð við stólinn, samskipti við sjúklinga, innkaup og samskipti við birgja, almenn afgreiðsla, símsvörun og sótthreinsun.

Umsóknir má senda á tennur1122@gmail.com

 

Tannlæknastofa Kópavogs&Vesturbæjar (tannko.is) óskar eftir tanntækni eða aðstoðarmanni tannlæknis. Starfshlutfall er samkomulags atriði.-hlutastarf eða fullt starf í boði.

Í boði er spennandi starf með góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Helstu verkefni:

-Símsvörun

-Móttaka sjúklinga

-Þrif og sótthreinsun

-Aðstoð við stól

-Almenn skrifstofustörf

-Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

-Almenn tölvuþekking

-Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

-Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund

-Vandvirkni og samviskusemi

-Geta tileinkað sér nýja hluti

-Gott vald á íslensku og ensku

Umsóknir má senda á birgir@tannko.i

Starfsóskir