Laus störf

Kjálkaskurðlæknar í Álftamýri auglýsa eftir aðstoðarmanneskju til starfa. 

Við erum að leita að tanntækni, sjúkraliða eða einstaklingi með áhuga og metnað til að verða hluti af okkar frábæra teymi.

Starfshlutfall er 50-100%.

Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér;  aðstoð við aðgerðir, umönnun og samskipti við sjúklinga, sótthreinsun og móttökustörf.

Hæfniskröfur:

  • Þjónustulund, jákvæðni, lipurleiki í samskiptum og metnaður í starfi
  • Hæfni til að sýna frumkvæði, vinna sjálfstætt ásamt því að vinna með öðrum
  • Geta og áhugi á að vinna undir álagi við spennandi verkefni þar sem enginn dagur er eins

Hægt er að lesa nánar um starfsemi stofunnar inn á heimasíðunni kjalkaskurdlaeknar.is

Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar eða sent umsókn á olgahronn@gmail.com

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Öllum umsóknum verður svarað.

Guðmundur Á. Björnsson og Olga Hrönn Jónsdóttir

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson tannlæknir Bæjarlind 12 

Tannlæknastofan Lindarbros Bæjarlind 12 óskar eftir tanntækni / aðstoðarmanni tannlæknis til starfa.

Starfshlutfall er 60-100 %Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Sími: 564-6550

Netfang: lindarbros@lindarbros.is

Tannréttingaklíníkin (https://www.tannrettingaklinikin.is/) er með lausa stöðu fyrir tanntækni eða aðstoðarmann tannlæknis. Um er að ræða 90-100% starf. Við vinnum einungis með sjúklinga í tannréttingum. Stofan er mjög vel tækjum búin. Við erum t.d. með 3 intraoral skanna og góða ljósmyndaaðstöðu. Fullkomið 3D röntgentæki. Við erum með 6 aðgerðarstofur og tannsmíðaverkstæði. Við deilum biðstofu og eldhúsi með kjálkaskurðlækni. Á stofunni eru 6 starfsmenn ásamt einum tannsmiði. Starfið felst meðal annars í aðstoð við stólinn og meðhöndlun sjúklinga, sótthreinsun, röntgenmyndatökum, skönnun á tönnum ásamt almennri afgreiðslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst n.k.

Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn, ásamt ferilskrá, á bj@profill.is

Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir, D.D.S., PhD, sérfræðingur í tannréttingum, Hlíðasmára 17, Kópavogi.

Tannlæknastofan Krýna, Fellsmúla 26 – 5. hæð • 108 Reykjavík

Tannlæknastofan Krýna er að stækka við sig og auglýsir því eftir
tanntækni til starfa á nýrri stofu að Fellsmúla 26 í Reykjavík.
Starfsreynsla er æskileg en ekki nauðsynleg og starfshlutfall
er samkomulagstriði
Um er að ræða 100% starf en starfshlutfall er þó umsemjanlegt.
Starfsreynsla er skilyrði.
Tannlæknastofan Krýna er í nýinnréttuðu húsnæði og vel búin
á allan hátt. Við leggjum áherslu á notkun þrívíddartækni til að ná
besta mögulega árangri fyrir skjólstæðinga okkar.
Krýna er metnaðarfullur, líflegur og skemmtilegur vinnustaður
þar sem hlúð er að sjúklingum sem og starfsfólki.
Tannsmíðastofa er á staðnum
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið kryna@kryna.is
fyrir 1. júní nk.

 

Starfsóskir