Laus störf

Kraftmikill og metnaðarfullur starfsmaður óskast í hlutastarf á tannlæknastofu í Garðabæ.

Lítill en líflegur vinnustaður í notalegu umhverfi þar sem teymisvinna er í forgrunni. Tannlæknastofan er vel tækjum búin. Markmið okkar er að veita toppþjónustu til sjúklinga sem leita til okkar með tannvandamál.

Starfið felst m.a. í undirbúningi og aðstoð við meðhöndlun sjúklinga, sótthreinsun, röntgenmyndatökum, tölvuskráningum, og ýmsum öðrum störfum. Umsækjandi þarf að vera opinn fyrir því að tileinka sér nýja hluti og takast fumlaust á við þau verkefni sem liggja fyrir. Íslenskukunnátta er skilyrði.

Hæfniviðmið:

–              Áhugi á að vinna náið með fólki.

–              Sjálfstæði, frumkvæði og útsjónarsemi við úrlausn mála.

–              Jákvæðni og góð samskiptahæfni.

–              Vandvirkni.

–              Snyrtimennska, stundvísi og reykleysi.

–              Vera góður liðsmaður í teymi.

–              Mjög góð tölvukunnátta.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

Umsjón og ábyrgð á verkefnum.

Dagleg stýring og þátttaka í verkefnum.

Samskipti við birgja og þjónustuaðila.

Önnur tilfallandi verkefni.

 

Erna Rún Einarsdóttir, tannlæknir. Sérgrein: Munn-og tanngervalækningar

Áslaug Óskarsdóttir, tannlæknir.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir og ferilskrá á ere@hi.is

 

 

 

SPENNANDI STARF Í BOÐI HJÁ ORTIS

Ortis tannréttingar, Faxafeni 11, 108 Reykjavík auglýsa:
Óskum eftir tanntækni eða aðstoðamanni tannlæknis í ca 80% stöðu. Opnunartími stofunnar er: Mán-fim 08:00-16:00. Staðan er laus nú þegar, eða til vara að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfslýsing:
1) Móttaka sjúklinga, aðstoð við stól, þrif og sótthreinsun, símsvörun
2) Skipulagsvinna, önnur tilfallandi verkefni

Við hjá Ortis veitum alhliða hágæða tannréttingaþjónustu byggða á langri reynslu, allt frá lausum/föstum gómum í börn upp í heðfbundnar spangir og/eða skinnuréttingar (Invisalign) í unglingum og fullorðnum og/eða réttingar í tengslum við kjálkaaðgerðir. Við leggjum áherslu á símenntun starfsmanna, sem m.a. birtist í að starfsfólki er boðið á Árstþing TFÍ þegar þar er boðið upp á endurmenntun fyrir aðstoðarfólk, en auk þess höfum við farið víða erlendis gegn um árin í leit að frekari þekkingu.

Hæfniskröfur:
Reynsla á tannlæknastofu eða heilbrigðisþjónustu er kostur en ekki skilyrði, reynsla af vinnu við tannréttingar enn meiri kostur, en hlýlegt og gott viðmót er þó ávallt í fyrirrúmi!
Almenn tölvuþekking, vandvirkni og skipulagshæfni.
Gott vald á íslensku kostur, viðkomandi þarf þó að geta bjargað sér á enskri tungu ef íslensku skortir.

Árni Þórðarson, tannlæknir
Sérgrein: Tannréttingar
Faxafen 11 – 108 Reykjavík Sími: 564-6650 GSM 893 8763  Netfang: ath@ortis.is

 

 

Margrét Helgadóttir Tannlæknir

Trönuhrauni 1,  Hafnarfjörður

Óskar eftir tanntækni/aðstoðarmanni tannlæknis í hlutastarf.

Upplýsingar í síma 565-1399/896-1913  (jan 2023)

 

 

Tannlæknastofa Kópavogs&Vesturbæjar (tannko.is) óskar eftir tanntækni eða aðstoðarmanni tannlæknis. Starfshlutfall er samkomulags atriði.-hlutastarf eða fullt starf í boði.

Í boði er spennandi starf með góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Helstu verkefni:

-Símsvörun

-Móttaka sjúklinga

-Þrif og sótthreinsun

-Aðstoð við stól

-Almenn skrifstofustörf

-Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

-Almenn tölvuþekking

-Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

-Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund

-Vandvirkni og samviskusemi

-Geta tileinkað sér nýja hluti

-Gott vald á íslensku og ensku

Umsóknir má senda á birgir@tannko.is

Starfsóskir

Magga Lena Kristinsdóttir

Menntaður tanntæknir leitar að vinnu á Suðurlandi, starfshlutfall eftir samkomulagi.

Er búsett á Selfossi.

Útskrifaðist 2007.

Get sent ferilskrá.

maggakristin79@gmail.com