Orlofsíbúðin á Akureyri er að Vestursíðu 8a. Íbúðin er 3ja herbergja með öllum þægindum, tvö svefnherbergi, hjónarúm í öðru, tvö rúm í barnaherbergi. Sófanum í stofunni er hægt að breyta í tvíbreytt rúm. Að auki er barnstóll, barnarúm og gestarúm (samanbrotið). Íbúðin er búin öllum þeim tækjum og búnaði sem völ er á s.s. uppþvottavél, örbylgjuofni, þvottavél og þurrkara. Eldhúsáhöld og sængurbúnaður er miðaður við 6-8 manns. Sjónvarp og Netflix ásamt fleiri stöðvum. Internet og frítt WIFI. Lokuð verönd með húsgögnum og gasgrilli.
Lyklar af íbúð eru í lyklaboxi, lyklum er svo skilað til Securitas Akureyri að Tryggvabraut 10 að dvalartíma loknum. Þar er opið allan sólahringinn. Umsjón með íbúðinni hefur Securitas og er síminn þar 460-6261.
Komutími vegna vikuleigu er eftir kl 16:00 á föstudegi brottför fyrir kl 13:00 viku seinna. Helgarleiga, komutími eftir kl 16:00 á föstudegi brottför sunnudagskvöld/brottfarakvöld fyrir kl.19
- Vikuleiga kr. 36.000,- helgarleiga kr. 19.500,-
- Vikuleiga frá september til maí kr. 33.000,- Aukanótt-dagur kr. 5.500,-
Leigutaka ber að vera á staðnum umsamið tímabil og óheimilt er að framselja leigutímabil.
Við minnum á að dýrahald er ekki leyfilegt í orlofshúsum félagins
Félagsmenn! Gangið vel um og munið að þetta er ykkar eign.
Sendið okkur tölvupóst á netfangið ftat@ftat til að panta orlofshús.
Vinsamlegast leggið inn á reikn: 515-26-633570, kt: 680180-0679 og sendið staðfestingu frá banka á netfang: ftat@ftat.is og mun leigusamningur verða sendur með upplýsingum til baka.














