Tanntæknir eða aðstoðarmaður tannlæknis – Spennandi starf.
Starf tanntæknis/aðstoðarmanns tannlæknis er spennandi og fjölbreytt. Verkefnin eru skemmtileg en krefjandi. Á stofunni starfar metnaðarfullt teymi tannlækna, tannfræðinga, tannsmiða, tanntækna, aðstoðarfólks og skrifstofufólks sem saman vinnur að því að veita fyrsta flokks tannlæknaþjónustu í notalegu, fallegu og skemmtilegu umhverfi í nýinnréttuðu húsnæði stofunnar að Fellsmúla 26 5. hæð (Hreyfilshúsið).
Vinnustaðurinn er reyklaus.
Um er að ræða 100% framtíðarstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoða við tannlæknastól, sjá um sótthreinsun tækja og verkfæra, sinna samskiptum við skjólstæðinga og skráningu gagna. Tilfallandi símsvörun, móttökustörf, pantanir auk ýmissa annarra verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Tanntæknamenntun er kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla af störfum á tannlæknastofu er kostur en ekki skilyrði.
- Íslenska eða góð enskukunnátta er skilyrði.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Mikil þjónustulund og hæfni í samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni og áhugi á að tileinka sér nýja hluti.
- Nánari upplýsingar um starfið má sjá á alfred.is Tanntæknir eða Aðstoðarmaður tannlæknis – Spennandi starf | Krýna ehf
