Eins og fram hefur komið hefur ekkert þokast í kjaraviðræðum við TFÍ þrátt fyrir endurteknar tilraunir til samtals. Undirbúningur er því hafinn fyrir rafræna kosningu sem stefnt er að verði haldin á næstu dögum.
Afar mikilvægt er að rétt netfang og GSM símanúmer félagsmanna sé skráð í félagaskrá til þess að hægt sé að ná til allra félagsmanna í gegnum rafræna atkvæðagreiðslu.
Vinsamlegast sendið netfang og GSM símanúmer á netfangið ftat@ftat.is
Við viljum vekja athygli á því að desember- og orlofsuppbót er greidd í einni greiðslu í desember og þar sem samningar hafa ekki náðst, þá var upphæðin í fyrra kr.163.000,-
Kær kveðja,
Stjórn FTAT
Sig.Sandra Sú. Forberg