Húsafell / Harpa

Núna í vikunni fóru smiðirnir okkar í Húsafell til að lagfæra pottlokið og pumpuna við heita pottinn.

Stutt myndband mun fylgja öllum leigusamningum fyrir Húsafell þar sem sýnt er hvernig skal opna/loka pottinum.  

Það skiptir gríðarlega miklu máli að það sé gert rétt svo að við lendum ekki aftur í því að lokið losni og valdi þannig gríðarlegri slysahættu.

Á morgun föstudag 31.október er komið að tannlæknaþingi í Hörpu

og hvetjum við ykkur til að kíkja við á básnum okkar – Hlökkum til að hitta ykkur.

Skrifstofa félagsins verður lokuð mánudaginn 3.nóvember.