Starfs- og úthlutunarreglur fyrir fræðslusjóð FTAT
- Umboð stjórnar fræðslusjóðs FTAT:
Stjórn fræðslusjóðs FTAT felur skrifstofu FTAT daglega umsjón og afgreiðslu fyrir fræðslusjóð FTAT. - Markmið sjóðsins er að hvetja félagsmenn til sækja sér framhalds- og endurmenntun. Dæmi: Fræðsla um tannvernd, skyndihjálp, nám í heilsuvernd, sjálfstyrkingarnám, tungumál og heilsueflandi nám.*
- Stjórn fræðslusjóðsins er skipuð formanni og fræðslu-og endurmenntunarnefnd FTAT.
Tekjur sjóðsins:
Félagsmenn greiða 1% af launum sínum í félagsgjald. Af þessu prósenti er tekið 25% í fræðslusjóð. Dæmi: Ef félagsmaður hefur kr. 390.000.- pr. mán. í laun, greiðir hann kr. 3.900.- í félagsgjald og af því eru tekin 25% í fræðslusjóð sem eru kr. 975.- Á einu ári eru þetta kr. 11.700.- Reiknað er út 5 ár aftur í tímann hverju sinni.*
Þegar ráðstefnur eru á vegum félagsins á höfuðborgarsvæðinu, geta félagsmenn með búsetu úti á landsbyggðinni sótt um að nýta inneign sína í fræðslusjóði til að komast til höfuðborgarinnar. Ekki er hægt að nýta fræðslusjóð FTAT til niðurgreiðslu á árlegu Ársþingi TFÍ og FTAT, eins og kemur fram í 12. gr. Kjarasamnings FTAT og TFÍ, ber viðkomandi tannlækni að greiða fyrir sinn starfsmann hverju sinni.**
Hægt er að sækja um sérstakann styrk til stjórnar FTAT ef um frekara nám er að ræða og nýtur slík umsókn sérstakrar meðferðar.
Endurgreiðslur miðast við að reikningar séu ekki eldri en 12 mánaða gamlir.
Þessar reglur taka gildi 1. janúar 2012.
Breytingar taka gildi 1. Júní 2019*
Breytingar taka gildi 24.10.2019**