Jólakveðja

 

Kæru félagsmenn um land allt.

 

Sendum ykkur okkar bestur óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár.  Þökkum ánægjuleg og góð samskipt á liðnu ári. 

 

Tökum vel á móti nýju ári 2022.

 

Bestu jólakveðjur.

Sigurbjörg Sandra Súsönnudóttir Forberg

Formaður FTAT

 

Kristín Hraundal

Skrifstofusjóri FTAT

Desemberuppbót 2021

 

Desemberuppbótin samkvæmt kjarasamingi FTAT og TFÍ fyrir árið 2021 er kr. 148.500.- fyrir 100% starf.

Fréttatilkynning um úthlutunarreglur úr sjúkrasjóði FTAT

 

 

Þann 15. nóvember 2021 var gerð sú breyting á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs FTAT, að í stað þess að reikningar þurfi að berast fyrir 10. hvers mánaðar séu greiddir út 20. hvers mánaðar, stendur nú „ Reikningar sem berst fyrir þriðjudag í viku hverri eru greiddir út á fimmtudag í sömu viku“.  Þetta er mikil breyting til þæginda fyrir félagsmenn.

Orlofsíbúðin á Akureyri

Nokkra helgar er eru lausar í fínu orlofsíbúð félagsins á Akureyri:

29.-31. október, 19. -21.  og 26.-28. nóvember, 17.-19. desember 2021.  Jól og áramót eru líka laus ennþá.  Hægt er að sækja um hér á síðunni eða senda tölvupóst á ftat@ftat.is  Einnig má hringja á skrifstofuna í síma 571-0585.

Jólakveðja

Kæru félagsmenn FTAT.

                                                             

Sendum ykkur öllum hugheilar jóla-og áramótakveðjur með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.  Megi nýtt ár 2021 færa ykkur heill og hamingju.

                                                                         

Sigurbjörg Sandra Súsönnudóttir Forberg

formaður

 

Kristín Hraundal

skrifstofustjóri

Aðalfundur FTAT.

Aðalfundur Félags tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna verður haldin á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 26. ágúst 2020 kl. 18:30.  Skráning fer fram á skrifstofu félagsins til mánudagsins 24. ágúst 2020.  Andlitsmaskar og handspritt verður á staðnum fyrir þá sem vilja.  Vegna Covid-19 biðjum við alla sem mæta til fundarins og virða eigin fjarlægðarmörk og huga að eigin sóttvörnum.  Gestur fundarins verður Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari.