Desemberuppbót 2025
Við minnum á að samkvæmt kjarasamningi TFÍ og FTAT skal greiða desemberuppbót eigi síðar en 15.desember Desemberuppbót á árinu 2025 er kr. 175.000,- Í kjarasamningi stendur: Desember- og orlofsuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert miðað við starfshlutfall og starfstíma. Öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá tannlækni í 12 vikur […]
Tanntæknir á tannlæknastofu í Kópavogi
Tanntæknir / móttökuritari – 80% starf Þarf að geta byrjað sem fyrst. Um okkur Tannlæknastofan er níu manna teymi, þar af tveir almennir tannlæknar og einn tannréttingasérfræðingur. Sérfræðingurinn óskar eftir tanntækni til liðs við sig og teymið. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, vinalegt umhverfi og persónulega þjónustu við skjólstæðinga. Helstu verkefni: Menntunar- og hæfniskröfur […]
Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnstað
Nú þegar tannlæknaþing er nýafstaðið viljum við segja ykkur að aðsókn tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna hefur aldrei verið meiri, 325 tanntæknar/aðstm.tannlækna voru skráðir til þingsins í ár. Eins og fram kom á þinginu stendur Vinnueftirlitið fyrir aðgerðarvakningu um heilbrigði og öryggi á vinnustöðum. Tannlæknafélagið hefur nú þegar sent út póst til sinna félagsmanna þess efnis […]
Húsafell / Harpa
Núna í vikunni fóru smiðirnir okkar í Húsafell til að lagfæra pottlokið og pumpuna við heita pottinn. Stutt myndband mun fylgja öllum leigusamningum fyrir Húsafell þar sem sýnt er hvernig skal opna/loka pottinum. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það sé gert rétt svo að við lendum ekki aftur í því að lokið losni […]
Tanntæknir / aðst.maður tannlæknis
Tanntæknir eða aðstoðarmaður tannlæknis vantar á tannréttingastofu að Urðarhvarfi 8B. Umsókn skal senda á kristin@tennur.is Urðarhvarfi 8B – 6.hæð 203 Kópavogur – sími 534-3221
Tanntæknir eða aðstoðarm. tannlæknis
Óskum eftir tanntækni eða aðstoðarmanni almenns tannlæknis í 80-100% framtíðarstarf. Reynsla er kostur en ekki nauðsyn. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. febrúar 2026 eða fyrr. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá á sterling@simnet.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Tannlæknar – Lífssteinn Álftamýri 1
Forsala Icelandair Gjafabréf

Félagið hefur verið í viðræðum við Icelandair um kaup á gjafabréfum. Bréfin er hægt að nýta upp í flug (innan/utanlands) pakkaferðir, breytingakostnað, sæti, töskur og fl. Félagsmönnum stendur til boða að kaupa gjafabréf á kr. 22.900,- ** en bréfin gilda sem inneign að andvirði kr.30.000,- hjá Icelandair. Gildistími bréfanna er 5 ár. Til að byrja […]
KRÝNA Tannlæknastofa
Tanntæknir eða aðstoðarmaður tannlæknis – Spennandi starf. Starf tanntæknis/aðstoðarmanns tannlæknis er spennandi og fjölbreytt. Verkefnin eru skemmtileg en krefjandi. Á stofunni starfar metnaðarfullt teymi tannlækna, tannfræðinga, tannsmiða, tanntækna, aðstoðarfólks og skrifstofufólks sem saman vinnur að því að veita fyrsta flokks tannlæknaþjónustu í notalegu, fallegu og skemmtilegu umhverfi í nýinnréttuðu húsnæði stofunnar að Fellsmúla 26 5. […]
Húsafell / Akureyri

Á heimasíðu félagsins www.ftat.is undir orlofshús má sjá hvaða tímabil eru laus í orlofshúsum félagsins. Grænn litur á dagatali þýðir að tímabil er laust. Það er meira um laus tímabil á Akureyri en í Húsafelli. Svo nú er um að gera að skella sér í borgarferð norður yfir heiðar og njóta þess sem höfuðstaður Norðurlands hefur upp […]
Ársþing TFÍ 2025 – Harpa

FTAT verður með bás á sýningunni og bjóðum við ykkur velkomin í spjall. Skráning opnar 18.september 2025 á https://arsthing.com/ Þar má einnig nálgast allar helstu upplýsingar. Við minnum á, að í kjarasamningum FTAT stendur: Ef starfsmaður skráir sig á endurmenntunardaginn þá skal honum veitt frí á fullum launum til að sinna endurmenntun sinni. Allir tanntæknar og […]