Stjórn FTAT auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar sem mun ná til allra FTAT félaga sem starfa á tannlæknastofum og vinna samkvæmt kjarasamning FTAT og TFÍ. 1. janúar 2023 til 31. mars 2024.
Atkvæði greiða eingöngu þeir félagsmenn sem boðunin tekur til, sbr. framangreint. Vinnustöðvunin felur í sér að störf skuli lögð niður sem hér segir:
- Frá kl. 00:01 þriðjudaginn 17. desember 2024 til kl. 23:59 þriðjudaginn 17. desember 2024.
- Frá kl. 00:01 miðvikudaginn 18. desember 2024 til kl. 23:59 miðvikudaginn 18. desember 2024.
- Ótímabundin vinnustöðvun frá kl. 00:01 mánudaginn 6. janúar 2025.
Atkvæðagreiðslan hefst kl. 09:00 miðvikudaginn 4. desember 2024 og lýkur kl. 17:00 föstudaginn 6. desember 2024. Atkvæðagreiðslan fer fram á vef félagsins.
Allt kosningabært félagsfólk sem starfar á tannlæknastofum fær send kjörgögn í tölvupósti á næstu dögum. Til að greiða atkvæði þarf rafræn skilríki. Félagsfólk sem ekki er með rafræn skilríki getur kosið á skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, á opnunartíma skrifstofunnar. Félagsfólk sem ekki er á kjörskrá en telur sig hafa atkvæðisrétt getur sent erindi þess efnis til skrifstofu FTAT, ftat@ftat.is eða haft samband í síma 571 0585.
Nánar á ftat.is.
29. nóvember 2024
Stjórn FTAT