
FTAT verður með bás á sýningunni og bjóðum við ykkur velkomin í spjall.
Skráning opnar 18.september 2025 á https://arsthing.com/ Þar má einnig nálgast allar helstu upplýsingar.
Við minnum á, að í kjarasamningum FTAT stendur:
Ef starfsmaður skráir sig á endurmenntunardaginn þá skal honum veitt frí á fullum launum til að sinna endurmenntun sinni.
Allir tanntæknar og aðstoðarfólk í stéttarfélagi FTAT, sem er í vinnu hjá tannlæknum sem eru félagar í Tannlæknafélagi Ísland og eru þar með aðilar að samningi þessum, er heimilt að skrá sig á endurmenntunardaginn án endurgjalds fyrir viðkomandi starfsmann. Útlagður kostnaður TFÍ vegna dagskrárinnar fellur á viðkomandi tannlækni sem er með starfsmann í vinnu.