Úthlutunarreglur orlofshúsa!

Klinku9Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um hvernig sé úthlutað orlofshúsum félagsins.  Margir virðast halda að um einhvern “klíkuskap” sé að ræða, en svo er aldeilis ekki.  Geymdar eru allar úthlutanir á milli ára.  Réttlætisreglan er sú sem alfarið gildir.  Ef viðkomandi umsækjandi hefur fengið úthlutaði t.d. á s.l. tveimur árum, situr hann hjá við úthlutun á yfirstandandi ári, nema enginn annar sæki um viðkomandi viku. Ef margir umsækjendur erum um heita viku, þá er fyrst skoðað hvenær viðkomandi fékk síðast  úthlutað, og ef tveir standa eftir jafnfætis og hvorugur fengið áður, þá fær sá er eldri er í félaginu.  Síðan er gengið á biðlista og hann unnin á sama réttlætisháttinn. Punktakerfi gengur ekki hjá svona litlu félagi.  Þó félagsmenn hafi fengið úthlutað orlofshús yfir vetrartímann þá skerðir það ekki umsókn um háannartímann.