Umsóknir um orlofshús sumar 2018

 

Nú er búið að opna fyrir umsóknir fyrir sumartímabilið í orlofshúsum félagsins sumarið 2018.  Um er að ræða tvær eignir félagsins, sumarhúsið í Stuttárbotnum 4, Húsafelli og íbúðina við Vestursíðu 8a, Akureyri.  Umsóknartímabilið er frá 6. mars til og með 16. apríl 2018.  Sumartímabilið er júní – júlí og ágúst.  Ein vika er frá föstudegi til föstudags og kostar kr. 33.000.-

 

Hægt er að sækja um hér á heimasíðu félagsins undir flipanum „Orlofshús“.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á kristin@ftat.is eða hingja á skrifstofuna í síma: 571-0585.

 

Úthlutun mun svo liggja fyrir 26. apríl 2018.