Tannlæknastofan Krýna – tvær lausar stöður

Viltu bætast í okkar metnaðarfulla og skemmtilega starfsmannahóp ?

Aðstoðarmanneskja sérfræðings í tann- og munngervalækningum

100% staða reynds tanntæknis, hjúkrunarfræðings, sjúkraliða eða aðstoðarmanns tannlæknis, er laus hjá sérfræðingi í tann- og munngervalækningum. Verkefnin eru spennandi, fjölbreytt og krefjandi. Framkvæmdar eru tannplantaaðgerðir og smíðuð eru tanngervi. Áhersla er lögð á fagurfræði.

Aðstoðarmanneskja almenns tannlæknis

100% staða tanntæknis/aðstoðarmanns tannlæknis. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi á tannlæknastofu.

  • Tannlæknastofan Krýna sinnir alhliða tannlæknaþjónustu fyrir alla aldurshópa ásamt sérfræðiþjónustu.
  • Nánari upplýsingar um stofuna má sjá á heimasíðu okkar FORSÍÐA (kryna.is) .
  • Við leitum eftir áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið í skemmtilega og krefjandi teymisvinnu.
  • Við bjóðum upp á fyrsta flokks starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á vellíðan bæði starfsfólks okkar og viðskiptavina.
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst.
  • 100% starf.

Umsóknum ásamt ferilskrá ber að skila til Önnu Maríu Steindórsdóttur, starfsmannastjóra annamaria@kryna.is fyrir 20.júní.