Fréttir vegna launahækknunar fyrir félagsmenn FTAT

Samninganefnd Tannlæknafélags Íslands og FTAT hafa komist að samkomulagi með 3.5% launahækkun er átti að taka gildi  1. júlí. Verður samkomulagið þannig 1.8% kemur á laun 1. ágúst n.k. og 1.7% kemur á laun 1. nóvember 2009. 2.5% launahækkun sem átti að taka gildi 1. janúar 2010 færist til 1. júní 2010.

Með þessum breytingum  stendur kjarasamningur frá 17. febrúar 2008 til 30. nóvember 2010 eins og áður var samið um. Með þessu erum við að virða stöðuleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og annarra verkalýðsfélaga.

Í haust og vetur verður á döfinni námskeið og fræðsla á vegum félagsins  í samvinnu við Framvegis sem er miðstöð um símenntun í heilbrigðisgeiranum.    

Þetta verður kynnt betur þegar nær dregur. Hægt er að skoða námskeiðin og allar upplýsingar um Framvegis undir liðnum “Tenglar” hér ofar á síðunni.