Lokað á skrifstofu FTAT

Góðan dag.

Skrifstofa FTAT verður lokuð vegna sumarfrís dagana 2.-4. júní 2020.  Opnum aftur mánudaginn 8. júní 2020.

Aðalfundur FTAT

 

Samkvæmt lögum FTAT ber að halda aðalfund félagsins ekki seinna en 15. maí ár hvert.  Ákveðið var að halda aðalfundinn 29. apríl 2020.  Í ljósi aðstæðana í þjóðfélaginu hefur verið ákveðið að fresta aðalfundi félagsins til 26. ágúst 2020. Þó aflétting samkomubanns fari í 50 manns 4. maí, þá er það ekki nóg fyrir aðalfund félagsins. Nánari auglýsingar um aðalfundinn verða sendar út seinna í sumar.

Umsóknir um orlofshús félagsins sumarið 2020.

Umsóknartímabil til að sækja um orlofshús félagsins fyrir sumarið 2020, bæði í Húsafelli og á Akureyri verður frá og með 16. mars 2020 til og með 21. apríl 2020.  Hægt er sækja um hér á heimasíðu félagsins, eða senda tölvupóst á kristin@ftat.is eða hringja á skrifstofuna í síma 571-0585. Sumarúthlutanir eru júní – júlí og ágúst.  Sótt er um viku í senn, frá föstudegi til föstudags.  Vikulega yfir sumartímann er kr. 33.000.- fyrir vikuna.